velkomin á búðir
Glæsileg herbergi í nýrri viðbótarálmu hafa verið tekin í notkun, stækkaður matsölustaður og stærri og betri bar – allt til að auka við þægindin og þjónustuna á hótelinu.
Framkvæmdir við stækkunina eru enn í gangi og nauðsynlegir vinnupallar að utan kunna að hafa áhrif á útsýnið í nýjum herbergjunum.
Hótel Búðir er tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í rúma tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta glæsilega hótel er einstakt í sinni röð útbúið öllum nútímaþægindum, andrúmsloftið er heillandi, þjónustan framúrskarandi og síðast en ekki síst; matur í sérflokki.
sælkeramatur úr sveitinni
Maturinn á Búðum hefur löngum verið eitt helsta aðdráttarafl staðarins. Ferskt hráefni er keypt af bændum og sjómönnum í nágrenninu auk þess sem matseðillinn endurspeglar árstíðirnar.
norðurljós
Nú er tími norðurljósanna og á Búðum eru kjöraðstæður að fylgjast með þessu magnaða fyrirbæri þegar veður gefst.
HERBERGIN
Við bjóðum upp á mismunandi tegundir af herbergjum til að uppfylla óskir gesta. Í norður- og miðálmu hótelsins eru loft-/súðarherbergi („Economy“), „Standard“, „Deluxe“ og svíta. Í nýju suðurálmunni má finna herbergi sem flokkast sem „Superior Standard“, „Superior Deluxe“, „Family room“, svíta og lúxus-svíta.
Veitingastaðurinn hefur getið sér góðs orðs fyrir einstaka matargerð þar sem íslenskt gæðahráefni frá nágrönnum okkar á Snæfellsnesinu er í aðalhlutverki. Lambakjöt og ferskur fiskur eru uppistaðan á matseðlinum ásamt lystugum forréttum og syndsamlegum eftirréttum.
BRÚÐKAUP
Umhverfið hér á Búðum þykir einstaklega rómantískt. Fögur og fjölbreytileg náttúran er allt um kring, Búðakirkja bíður í túnfætinum og í eldhúsinu eru töfraðar fram kræsingar úr gæðahráefni
BARINN OG MÓTTAKAN
Njóttu þess að slaka á við barinn eða í setustofunni með stórbrotið útsýni af fjöllunum og hafinu fyrir augum.
AFÞREYING
Margvísleg afþreying er í boði í nágrenninu; áhugaverðar gönguleiðir, jökla- og hellaskoðun, hestaferðir og hvalaskoðun svo eitthvað sé nefnt. Leitaðu upplýsinga hjá okkur og við getum mælt með og bent á ferðaþjónustu á svæðinu sem hentar þér og þínum óskum.