HERBERGIN OG SVÍTAN
___
Við bjóðum upp á mismunandi tegundir af glæsilegum herbergjum til að uppfylla óskir gesta. Í norður- og miðálmu hótelsins eru loft-/súðarherbergi („Economy“), „Standard“, „Deluxe“ og svíta. Í nýju suðurálmunni má finna herbergi sem flokkast sem „Superior Standard“, „Superior Deluxe“, „Family room“, svíta og lúxus-svíta.
Súðarherbergi
Súðaherbergin eru rúm, notaleg og þægileg með fallegu útsýni af umhverfinu. Öll herbergin eru með tvíbreiðum rúmum (queen size) og baðherbergi með sturtu. Hægt er að bóka herbergin sem einstaklingsherbergi.
Deluxe-herbergi
Öll deluxe herbergin eru rúmgóð með útsýni ýmist í attina að jöklinum, sjónum, fjöllunum eða Búðahrauni og Búðakirkju. Þessi herbergi eru stærri en standard herbergin með tvíbreiðu rúmi (queen- eða king size rúm). Hægt er að bóka þau sem einstaklingsherbergi sé þess óskað.
SUPERIOR DELUXE-HERBERGI
Superior Deluxe herbergin eru staðsett í nýja hluta hótelsins. Þau eru öll búin king size-rúmi.
Öll Superior Deluxe-herbergin eru tvöföld, með möguleika á að bæta við aukarúmi á hjólum gegn aukagjaldi, til að það þrefaldist. Þetta þarf að biðja um þegar bókað er.
FJÖLSKYLDUHERBERGI
Fjölskylduherbergin eru í nýja hluta hótelsins. Herbergin eru tvískipt, annað með king size-rúmi og hitt með einu queen-size rúmi. Bæði eru með sér baðherbergi.
Standard-herbergi
Standard-herbergin eru rúmgóð og eru staðsett á fyrstu og annarri hæð með fallegu útsýni ýmist í áttina að fjöllunum, jöklinum, hafinu eða Búðakirkju. Öll herbergin eru með tvö aðskilin rúm sem hægt er að setja saman sé þess óskað. Baðherbergi með sturtu er inni á öllum herbergjum.
SVÍTUR
Við erum með þrjár rúmgóðar svítur. Ein svítan er með aðskilið svefnherbergi, fallega innréttaða stofu og baðherbergi.
SUPERIOR STANDARD-HERBERGI
Superior Standard herbergi eru staðsett í nýja hluta hótelsins. Öll Superior Standard herbergin eru með king size-rúmi.
Lúxus-svítan
Lúxus-svítan er veglegasta herbergið okkar – staðsett í nýju álmunni. Tvískipt í svefnrými og setusvæði. Glæsilegt útsýni til fjalla, ósinn og Búðakirkju.
Lúxus-svítan er með einu king size-rúmi. Gegn aukagjaldi er hægt að bæta við aukarúmum, að hámarki 2, sem rúma allt að 4 manns.
um herbergin
52 herbergi eru á hótelinu.
Öll herbergi eru með sturtu og/eða baðkari, sjónvarpi, þráðlausu neti og hárþurrku.
Verðin eru breytileg eftir árstíma og þeim fjölda herbergja sem bókaður er.